Smá Update

Já hvað helvíti er maður nú latur við þetta blessaða blogg stúss Blush

 

margt að frétta, fyrir þá sem ekki vissu þá missti ég vinnuna í lok mai, fékk þó laun til miðs júlí svo að ég var ekkert í slæmum málum í sumar, ákvað að taka því bara rólega og njóta sumarsins með Tedda í staðinn sem ég/við gerðum - meira að segja orðinn nokkuð lunkinn bakari eftir þetta sumar LoL bæði á kökum og pönnsum LoL meira að segja bakað brauð einu sinni Wink en ég vissi að það myndi svo eitthvað fara að gerast í atvinnumálum með haustinu, alltaf mest um vinnu að hafa þá svo ég ákvað ekkert að vera að stressa mig á þessu - byrjaði  bara á að taka mér viku í mjög meðvitað þunglyndi, var eiginlega farið í það viljandi svona til að klára það bara af, gerði ekkert annað en liggja í leti, hanga í tölvunni en þegar þessi vika var búinn þá leið mér líka bara vel, var búinn að fara vel yfir allt sem ég gat í sambandi við afhverju ég var rekinn (veit ekki enn ástæðuna að fullu var bara sagt skipulags breytingar sem er kjaftæði), ákvað svo bara að mér væri alveg sama enda er þetta bara vinna og maður finnur bara aðra Smile enda er það komið á daginn þó ég hafi haft augun opin í sumar svona ef ég sá eitthvað sem mér leist á þá sótti ég um, fór svo í það staðbundið fyrir núna viku eða tveim að leita að einhverju ráði að vinnu og auðvitað er ég kominn með vinnu núna, byrja á morgun :)reyndar bara í símasölu en hún er samt fínt borguð og mun betra en að hanga heima Tounge enda hef ég alltaf haft lúmskt gaman að símasölu Cool

 

í öðrum fréttum er það helst að ég og Stína erum tekin saman í þriðja sinn og erum núna á leiðinni í að fara að búa saman Grin, hún ætlar að flytja hingað inn til mín til að byrja með, þó þetta sé lítið þá er leigan ekkert svo há og leigusalinn er gull Happy auk þess sem það er ekkert vesen að vera köttinn minn og nýja hundinn (já þið lásuð rétt ég er kominn með annan hund Grin)

jæja þetta er svona helstu update í bili Smile læt ykkur vita eftir aðra sex mánuði hvernin staðan er þá Wink


Ný búinn að blogga og þá . . .

Auðvitað skeður eitthvað merkilegt sama dag og maður ákveður að blogga LoL

 

Eins og allir muna þá bjó ég í Hraunbænum um smá tíma, þar afrekaði ég það að bora í ofnarör í vegg þannig að íbúðin fór á flot Angry slökkviliðið kom og læti!

 

Auðvitað afrekaði ég að setja þessa íbúð á flot líka LoL eldhúskraninn hefur verið laus síðan ég flutti inn og hef ég þurft að stinga skeið eða einhverju undir hann til að hann dytti ekki alltaf ofan í vaskinn, í dag datt hann svo af skeiðinni og walla heitavatnsrörið losnaði úr festingunni og allt á flot og viti menn það er náttúrulega rafmagnstengill inní vaskaskápnum svo að um leið fór allt rafmagn af íbúðinni svo að ég gat náttúrulega ekki farið beint í að skrúfa fyrir undir vaskinum, hljóp yfir til leigusalans, sem hleypti mér inní kjallarann og við skrúfuðum fyrir vatnið, en walla íbúðin á floti LoL slökkviliðið kom svo og hreinsaði upp vatnið fyrir mig og voru mjög almennilegir, ástarþakkir til þeirra Kissing

 

þetta var náttúrulega bara trassaskapur í mér að láta ekki vita af þessu og fá leigusalann til að laga það Blush en hún kom svo bara yfir áðan og lagaði þetta sjálf LoL já gott að hafa kvenmann í kringum sig sem getur lagað hlutina fyrir mann Wink (passar kannski ekki vel eftir karlrembu rausið í síðustu færslu Wink)

 

En já það er þá 2 leiguíbúðir og 2 vatnsflóð, ekki allir sem geta afrekað þetta LoL vill til að þessi leigusali er þvílíkt almennileg öfugt við síðasta sem var eiginlega bara alveg sama, skil ekki þannig Angry


jamm og jæja

Ekki mikið að frétta úr herbúðum Gremlins, allt við það sama eta sofa vinna og smá frí á milli Smile

næ meira að segja að koma smá póker við inná milli, við strákarnir erum farnir að reyna að koma honum við oftar og spila bara smá þúsund króna mót á kvöldin, kostar lítið og náum að spila meiri póker yfir mánuðinn sem er hið besta mál Tounge

 

Annars gengur lífið bara sinn vanagang hérna, Stína er orðin meira og minna hérna hjá mér ásamt Theodór B., Hún er hins vegar ekki alveg nógu vel alin upp hjá mér ennþá, en það kemur, gengur ekki að ég þurfi að koma nálægt húsverkum inná milli líka það er náttúrulega algert kvenmannsverk, en hún er að byrja að læra LoL

 

Merkilegt annars hvað skeður alltaf lítið hjá manni, sama hvað líður langt á milli færsla hjá manni maður hefur aldrei neitt meira að segja . . . 


verður maður ekki að koma með alla vega eina nýja færslu á nýju ári :)

Jæja það er víst komið nýtt ár, árið 2009 fer hægt af stað hjá manni, allt við það sama og árið 2008 - vinna éta sofa - það breytist víst seint. sem er kannski ágætt á þessum síðustu og verstu þar sem atvinnuleysi eykst og mótmælin verða háværari.

 

Mótmælin enn og aftur Smile getur einhver sagt mér hverju er verið að mótmæla? er verið að reyna að knýja fram breytingar bara vegna breytinga? hvað svo? hvað ef við fáum kosningar í gegn - hverja á þá að kjósa? framsókn? nei- vinstri græna? nei takk - frjálslynda? hmmm sjálfstæðisflokkurinn með smá breyttum forsendum nei - sturla? ekki vill ég sjá hann í fjármálunum okkar ómenntaður, ábyggilega fínn kall og kæmi sterkur inní stjórnarandstöðuna, en sem ráðandi afl? nei takk - sjálfstæðisflokkur? engin breyting, nei takk - samfylking? lítil breyting, nei takk! svo ég spyr aftur, hvað fáum við í gegn með því að kjósa? jú við getum sýnt fram á það að lítil prósenta þjóðarinnar getur knúið fram kosningar með ofbeldi og rugli, við munum væntanlega með kosningum setja þjóðarbúið algerlega á hausinn, fyrst með kostnaðinum við kosningar svo þegar það er kominn nýr flokkur við völd þá þarf hann að sanna sig og hvað þá? þá verður peningum hent hingað og þangað þar til það verður ekkert eftir allt til að sýna að viðkomandi standi við kosningaloforð sín.  Eina leiðin til að ég myndi samþykkja kosningar væri ef að það ætti að leggja af flokka-pólítík og ég fengi að kjósa menn í þingsæti - en það er ekki að fara að ske næstu áratugina svo ég sé ekki alveg tilganginn í breytingu núna bara fyrir breytingu, við þurfum að fá eitthvað í staðinn með breytingu en eins og staðan er í dag sé ég ekki að við munum fá eitthvað skárra.

 

Davíð á náttúrulega fyrir löngu að vera farinn úr seðlabankanum, leyfum karli að fara aftur í pólítík, þar sem ég er nú ekki mikill aðdáandi sjálfstæðisflokksins þá væri það bara fínt, pólítiskt sjálfsmorð miðað við fylgi Davíðs í dag. hættum svo að gera seðlabankann að pólítísku sæti og ráðum þar inn menntaða menn sem vita hvað þeir eru að gera.

 

Eins og sést á færslunum er kreppan og ástandið í dag mér hugleikið svo ég skrifa svona smá um skoðanir mínar á hlutunum í flestum færslum orðið :)  (já eða þessum 2 sem eru komnarWink)

 

annars finn ég persónulega lítið fyrir kreppunni ennþá sem betur fer enda með fasta örugga vinnu tel ég en ef allt fer á versta veg þá gerist ég bara atvinnumótmælandi og geri mig að fífli með hinu liðinu Grin (best að taka það fram að ég er þá að tala um þá grímuklæddu ekki hinn almenna mótmælanda)

 

annars segi ég bara hafið góðar stundir á nýju ári og kveð í bili Smile


JÓLAHVAÐ

GLEÐILEG JÓL
 
ALLIR SEM EINN
 
 
GrinGrinGrinGrinGrinGrin


þegar maður hefur ekkert að segja . . .

á víst að vera best að þegja. En það passar bara svo engan veginn við mig Tounge

 Nóg að gera í verslunum núna rétt fyrir jólin, úff ekki beint að sjá að landið sé að stefna í kreppuástand miðað við hvað landinn eyðir - merkilegt nokk meira að segja þá er ég ekki að sjá neina aukningu á þjófnaði í minni verslun sem er bæði gott og slæmt- gott því þá er minni rýrnun - slæmt því þá er minna að gera hjá mér í vinnunni Errm en hún á eftir að  aukast eftir því sem kreppan eykst, held að það sé alveg á hreinu.  Annars er ég alveg kominn á þá skoðun að fólk sé fífl - hey ég veit kaupum allt sem við mögulega getum fyrir jólin hvort sem okkur vantar það eða ekki og VÁ maður við þurfum ekki að byrja að borga fyrr en í mars með jólaláni Hagkaupa (næturvaktin einhver? ekki nema 180 á mánuði - með tryggingum og þarf ekki að byrja að borga fyrr en næstu mánaðarmót - ekkert mál sko) - þetta sama fólk er svo að kvarta og kveina yfir skuldunum núna - frysti erlendu lánin til að lifa og svo framvegis - Hvað skeður svo í mars? verðbólgan verður loks skollin á af alvöru fólk verður í vandræðum með öll hækkandi lánin sín, matarinnkaup og húsaleiga/húsalán komin í rassgatið en hey bætum samt við 10 þúsund plús á mánuði til að borga upp síðustu jól, passar líka svo fínt, verðum rétt nýbúin að borga þau upp þegar við getum farið að stressa okkur fyrir næstu jólum EN ekkert mál þá tek ég bara aftur þetta FRÁBÆRA jólalán Hagkaupa - skítt með það þó ég sé kominn í vítahring og allt árið hjá mér fari í að borga upp jólin á undan JEY!

 

Önnur fífl eru þessir blessuðu mótmælendur já eða hluti þeirra - orðin þreyttur á að heyra "við íslendingar viljum" þið eruð ekki að tala fyrir alla íslendinga, þið eruð að tala fyrir smá prósentu af íslendingum - en hey meðan þið getið haldið þessu friðsamlegu þá ok fyrir mér - en hey bíddu aðeins - hafa verið einhver friðsamleg mótmæli hérna? jú reyndar nokkur - landsbanka mótmælin fóru vel fram - konurnar að prjóna undir merkjunum látum verkin tala fóru vel fram ok ein og ein fara semsagt vel fram - en því miður þá eru oftast  nokkrir FÁVITAR í þessum hóp sem ná að æsa upp múginn þannig að farið er í að brjóta hluti, eyðileggja eða brjóta lögin á annan hátt en nei þá er löggan bara fífl fyrir að vera að skipta sér af eða sinna sinni vinnu - örugglega eru margir lögregluþjónar sammála ykkur en þeir hafa samt vinnu að gegna og þeir sinna henni og flestir bara ágætlega þó auðvitað séu misgóðir menn þar innan raða eins og annarsstaðar. 

Annars er ég sammála flestum að breytinga er þörf - Davíð þarf að hætta, meina common leyfum honum að fara aftur í pólítík ekki alslæmt, það myndi til dæmis tryggja pólítískt morð fyrir sjálfstæðisflokkinn þar sem flestir eru komnir með ógeð á þessum manni. Annars er ég sammála því sem (held það hafi verið hann) þráni Bertelssyni (er það ekki beygt svona?)  þar sem hann var að tala um að stjórnkerfi vesturlanda væri úrsér gengið, hvar annarsstaðar á vinnumarkaði ertu ráðinn í 4 ár án þess að vinnan þín sé metin frá ári til árs, mánaðar til mánaðar . . . fyrst fær maður þriggja mánaða reynslutíma, svo er hægt að segja þér upp með þriggja mánaða fyrirvara eftir það, þannig á þetta náttúrulega að virka, auk þess eins og hann sagði þá er flokkastjórnun úrelt fyrirbæri, við eigum að vera að kjósa 63 menn inná þing ekki flokka.(ath að þetta er ekki haft orðrétt eftir honum, en þetta var ca meiningin). Mér þætti þetta persónulega eðlilegra! 

 

En svo aftur að mótmælum  Wink Hverju er fólk að mótmæla? veit það einhver? í sumar var mótmælt bensínhækkunum og studdi ég það enda var verið að mótmæla ákveðnum hlut, en hverju er verið að mótmæla núna? er kannski hver og einn að mótmæla einhverju fyrir sjálfan sig en ekki heildina? altso eru menn ekki samstíga um hverju er verið að mótmæla? og gefum okkur það að flestir séu að mótmæla því hverjir eru á þingi núna hvað ef mótmælendur fá það í gegn að kosið verði aftur - hvað þá? fáum við inn nýtt fólk í flokkana til að gera breytingar? Nei það efa ég stórlega sömu flokkarnir, sama fólkið - segjum að við kjósum núna, fólk vill greinilega ekki samfylkinguna og sjálfstæðisflokk inn aftur (þó þetta sé í raun ástand sem sjálfstæðisflokkur og framsókn skapaði á sínum tíma), en hverja fáum við þá inn í staðinn? framsókn, vinstri græna og frjálslynda? JEY það verður sko mikið betra - eða hvað?

 

 

og ég sem hafði ekkert að segja LoL


Jey fyrsta bloggið :)

Það verðu nú ekki stórt, bara rétt að prófa þetta drasl :) sjáum hvernin manni líkar þetta, hef nú prófað flestar svona síður hérlendis en einhvern veginn endist ég aldrei neitt í að skrifa neitt Errm en kannski það breytist núna Wink


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband