14.1.2009 | 10:59
verður maður ekki að koma með alla vega eina nýja færslu á nýju ári :)
Jæja það er víst komið nýtt ár, árið 2009 fer hægt af stað hjá manni, allt við það sama og árið 2008 - vinna éta sofa - það breytist víst seint. sem er kannski ágætt á þessum síðustu og verstu þar sem atvinnuleysi eykst og mótmælin verða háværari.
Mótmælin enn og aftur getur einhver sagt mér hverju er verið að mótmæla? er verið að reyna að knýja fram breytingar bara vegna breytinga? hvað svo? hvað ef við fáum kosningar í gegn - hverja á þá að kjósa? framsókn? nei- vinstri græna? nei takk - frjálslynda? hmmm sjálfstæðisflokkurinn með smá breyttum forsendum nei - sturla? ekki vill ég sjá hann í fjármálunum okkar ómenntaður, ábyggilega fínn kall og kæmi sterkur inní stjórnarandstöðuna, en sem ráðandi afl? nei takk - sjálfstæðisflokkur? engin breyting, nei takk - samfylking? lítil breyting, nei takk! svo ég spyr aftur, hvað fáum við í gegn með því að kjósa? jú við getum sýnt fram á það að lítil prósenta þjóðarinnar getur knúið fram kosningar með ofbeldi og rugli, við munum væntanlega með kosningum setja þjóðarbúið algerlega á hausinn, fyrst með kostnaðinum við kosningar svo þegar það er kominn nýr flokkur við völd þá þarf hann að sanna sig og hvað þá? þá verður peningum hent hingað og þangað þar til það verður ekkert eftir allt til að sýna að viðkomandi standi við kosningaloforð sín. Eina leiðin til að ég myndi samþykkja kosningar væri ef að það ætti að leggja af flokka-pólítík og ég fengi að kjósa menn í þingsæti - en það er ekki að fara að ske næstu áratugina svo ég sé ekki alveg tilganginn í breytingu núna bara fyrir breytingu, við þurfum að fá eitthvað í staðinn með breytingu en eins og staðan er í dag sé ég ekki að við munum fá eitthvað skárra.
Davíð á náttúrulega fyrir löngu að vera farinn úr seðlabankanum, leyfum karli að fara aftur í pólítík, þar sem ég er nú ekki mikill aðdáandi sjálfstæðisflokksins þá væri það bara fínt, pólítiskt sjálfsmorð miðað við fylgi Davíðs í dag. hættum svo að gera seðlabankann að pólítísku sæti og ráðum þar inn menntaða menn sem vita hvað þeir eru að gera.
Eins og sést á færslunum er kreppan og ástandið í dag mér hugleikið svo ég skrifa svona smá um skoðanir mínar á hlutunum í flestum færslum orðið :) (já eða þessum 2 sem eru komnar)
annars finn ég persónulega lítið fyrir kreppunni ennþá sem betur fer enda með fasta örugga vinnu tel ég en ef allt fer á versta veg þá gerist ég bara atvinnumótmælandi og geri mig að fífli með hinu liðinu (best að taka það fram að ég er þá að tala um þá grímuklæddu ekki hinn almenna mótmælanda)
annars segi ég bara hafið góðar stundir á nýju ári og kveð í bili
Athugasemdir
Alltaf með puttann á púlsinum ;)! En grímuklæddir mótmælendur.. Hvað er það eiginlega?!?!? Meira fjandans ruglið..
andrea marta vigfúsdóttir, 14.1.2009 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.