þegar maður hefur ekkert að segja . . .

á víst að vera best að þegja. En það passar bara svo engan veginn við mig Tounge

 Nóg að gera í verslunum núna rétt fyrir jólin, úff ekki beint að sjá að landið sé að stefna í kreppuástand miðað við hvað landinn eyðir - merkilegt nokk meira að segja þá er ég ekki að sjá neina aukningu á þjófnaði í minni verslun sem er bæði gott og slæmt- gott því þá er minni rýrnun - slæmt því þá er minna að gera hjá mér í vinnunni Errm en hún á eftir að  aukast eftir því sem kreppan eykst, held að það sé alveg á hreinu.  Annars er ég alveg kominn á þá skoðun að fólk sé fífl - hey ég veit kaupum allt sem við mögulega getum fyrir jólin hvort sem okkur vantar það eða ekki og VÁ maður við þurfum ekki að byrja að borga fyrr en í mars með jólaláni Hagkaupa (næturvaktin einhver? ekki nema 180 á mánuði - með tryggingum og þarf ekki að byrja að borga fyrr en næstu mánaðarmót - ekkert mál sko) - þetta sama fólk er svo að kvarta og kveina yfir skuldunum núna - frysti erlendu lánin til að lifa og svo framvegis - Hvað skeður svo í mars? verðbólgan verður loks skollin á af alvöru fólk verður í vandræðum með öll hækkandi lánin sín, matarinnkaup og húsaleiga/húsalán komin í rassgatið en hey bætum samt við 10 þúsund plús á mánuði til að borga upp síðustu jól, passar líka svo fínt, verðum rétt nýbúin að borga þau upp þegar við getum farið að stressa okkur fyrir næstu jólum EN ekkert mál þá tek ég bara aftur þetta FRÁBÆRA jólalán Hagkaupa - skítt með það þó ég sé kominn í vítahring og allt árið hjá mér fari í að borga upp jólin á undan JEY!

 

Önnur fífl eru þessir blessuðu mótmælendur já eða hluti þeirra - orðin þreyttur á að heyra "við íslendingar viljum" þið eruð ekki að tala fyrir alla íslendinga, þið eruð að tala fyrir smá prósentu af íslendingum - en hey meðan þið getið haldið þessu friðsamlegu þá ok fyrir mér - en hey bíddu aðeins - hafa verið einhver friðsamleg mótmæli hérna? jú reyndar nokkur - landsbanka mótmælin fóru vel fram - konurnar að prjóna undir merkjunum látum verkin tala fóru vel fram ok ein og ein fara semsagt vel fram - en því miður þá eru oftast  nokkrir FÁVITAR í þessum hóp sem ná að æsa upp múginn þannig að farið er í að brjóta hluti, eyðileggja eða brjóta lögin á annan hátt en nei þá er löggan bara fífl fyrir að vera að skipta sér af eða sinna sinni vinnu - örugglega eru margir lögregluþjónar sammála ykkur en þeir hafa samt vinnu að gegna og þeir sinna henni og flestir bara ágætlega þó auðvitað séu misgóðir menn þar innan raða eins og annarsstaðar. 

Annars er ég sammála flestum að breytinga er þörf - Davíð þarf að hætta, meina common leyfum honum að fara aftur í pólítík ekki alslæmt, það myndi til dæmis tryggja pólítískt morð fyrir sjálfstæðisflokkinn þar sem flestir eru komnir með ógeð á þessum manni. Annars er ég sammála því sem (held það hafi verið hann) þráni Bertelssyni (er það ekki beygt svona?)  þar sem hann var að tala um að stjórnkerfi vesturlanda væri úrsér gengið, hvar annarsstaðar á vinnumarkaði ertu ráðinn í 4 ár án þess að vinnan þín sé metin frá ári til árs, mánaðar til mánaðar . . . fyrst fær maður þriggja mánaða reynslutíma, svo er hægt að segja þér upp með þriggja mánaða fyrirvara eftir það, þannig á þetta náttúrulega að virka, auk þess eins og hann sagði þá er flokkastjórnun úrelt fyrirbæri, við eigum að vera að kjósa 63 menn inná þing ekki flokka.(ath að þetta er ekki haft orðrétt eftir honum, en þetta var ca meiningin). Mér þætti þetta persónulega eðlilegra! 

 

En svo aftur að mótmælum  Wink Hverju er fólk að mótmæla? veit það einhver? í sumar var mótmælt bensínhækkunum og studdi ég það enda var verið að mótmæla ákveðnum hlut, en hverju er verið að mótmæla núna? er kannski hver og einn að mótmæla einhverju fyrir sjálfan sig en ekki heildina? altso eru menn ekki samstíga um hverju er verið að mótmæla? og gefum okkur það að flestir séu að mótmæla því hverjir eru á þingi núna hvað ef mótmælendur fá það í gegn að kosið verði aftur - hvað þá? fáum við inn nýtt fólk í flokkana til að gera breytingar? Nei það efa ég stórlega sömu flokkarnir, sama fólkið - segjum að við kjósum núna, fólk vill greinilega ekki samfylkinguna og sjálfstæðisflokk inn aftur (þó þetta sé í raun ástand sem sjálfstæðisflokkur og framsókn skapaði á sínum tíma), en hverja fáum við þá inn í staðinn? framsókn, vinstri græna og frjálslynda? JEY það verður sko mikið betra - eða hvað?

 

 

og ég sem hafði ekkert að segja LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Tja..þú mátt nú eiga það að þegar þú loksins segir eitthvað þá gerirðu það svo um munar!! En já, fólk er fífl..sammála..og þessir krakkaskítar sem eru að mótmæla..ó mæ god.. Hafa aldrei liðið skort né dýft hendi í kalt vatn. Fæ bara aulahroll.. En gott hjá þér að blogga! Fylgist spennt með..

andrea marta vigfúsdóttir, 23.12.2008 kl. 05:35

2 Smámynd: Gremlins

hehe jú verður maður ekki að þykjast alla vega vera menningarlegur ;)

Gremlins, 24.12.2008 kl. 03:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband