Smá Update

Já hvað helvíti er maður nú latur við þetta blessaða blogg stúss Blush

 

margt að frétta, fyrir þá sem ekki vissu þá missti ég vinnuna í lok mai, fékk þó laun til miðs júlí svo að ég var ekkert í slæmum málum í sumar, ákvað að taka því bara rólega og njóta sumarsins með Tedda í staðinn sem ég/við gerðum - meira að segja orðinn nokkuð lunkinn bakari eftir þetta sumar LoL bæði á kökum og pönnsum LoL meira að segja bakað brauð einu sinni Wink en ég vissi að það myndi svo eitthvað fara að gerast í atvinnumálum með haustinu, alltaf mest um vinnu að hafa þá svo ég ákvað ekkert að vera að stressa mig á þessu - byrjaði  bara á að taka mér viku í mjög meðvitað þunglyndi, var eiginlega farið í það viljandi svona til að klára það bara af, gerði ekkert annað en liggja í leti, hanga í tölvunni en þegar þessi vika var búinn þá leið mér líka bara vel, var búinn að fara vel yfir allt sem ég gat í sambandi við afhverju ég var rekinn (veit ekki enn ástæðuna að fullu var bara sagt skipulags breytingar sem er kjaftæði), ákvað svo bara að mér væri alveg sama enda er þetta bara vinna og maður finnur bara aðra Smile enda er það komið á daginn þó ég hafi haft augun opin í sumar svona ef ég sá eitthvað sem mér leist á þá sótti ég um, fór svo í það staðbundið fyrir núna viku eða tveim að leita að einhverju ráði að vinnu og auðvitað er ég kominn með vinnu núna, byrja á morgun :)reyndar bara í símasölu en hún er samt fínt borguð og mun betra en að hanga heima Tounge enda hef ég alltaf haft lúmskt gaman að símasölu Cool

 

í öðrum fréttum er það helst að ég og Stína erum tekin saman í þriðja sinn og erum núna á leiðinni í að fara að búa saman Grin, hún ætlar að flytja hingað inn til mín til að byrja með, þó þetta sé lítið þá er leigan ekkert svo há og leigusalinn er gull Happy auk þess sem það er ekkert vesen að vera köttinn minn og nýja hundinn (já þið lásuð rétt ég er kominn með annan hund Grin)

jæja þetta er svona helstu update í bili Smile læt ykkur vita eftir aðra sex mánuði hvernin staðan er þá Wink


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Jæja, til hamingju með vinnuna, konuna og hundinn :) Allt að gerast og hið besta mál auðvitað!! Heyri vonandi í þér bráðum..kveðja úr kuldahrollinum á Akureyri!

andrea marta vigfúsdóttir, 30.8.2009 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband